Stærsta gjöfin sem þú gefur öðrum.

Hefur þú hugleitt að með nýragjöf ert þú að gefa stærstu gjöfina sem þú getur gefið.
Hver einstaklingur fæðist yfirleitt með tvö nýru en eitt nýra dugar til að sinna þeirri starfsemi sem nauðsynleg er. Það er því ekkert til fyrirstöðu að annað nýrað sé gefið.
Flestir nýragjafar lifa góðu lífi eftir aðgerðina ásamt þeirri stórkostlegu tilfinningu að þeir hafi gefið stærstu gjöfina sem hægt er að gefa.